Beint í efni vefsins


Fréttir

Framúrskarandi fyrirtæki skv. lista Creditinfo

Við erum stolt af því að vera framúrskarandi fyrirtæki 2015 samkvæmt lista Creditinfo og endurtaka þar með leikinn frá því í fyrra. Þar erum við í hópi 1,9% íslenskra fyrirtækja og þökkum árangurinn viðskiptavinum okkar og starfsfólki.

 

Þú ert AÐAL

 

Viðskiptavinum okkar býðst nú að tilheyra Aðli, viðskiptavinaklúbbi Aðalskoðunar. Aðalstitli hafa ávallt fylgt ýmis sérréttindi. Við minnum Aðalsfólk á þegar komið er að skoðun og skoðunarniðurstöður eru sendar í tölvupósti. Skráðu þig í AÐAL hér á heimasíðunni eða þegar þú kemur í skoðun á einhverja af skoðunarstöðvum okkar.

Framúrskarandi fyrirtæki skv. Creditinfo

Aðalskoðun er stolt af því á 20 ára afmælisári sínu að vera framúrskarandi fyrirtæki 2014 samkvæmt lista Creditinfo. Þar erum við í hópi 1,7% íslenskra fyrirtækja og þökkum árangurinn viðskiptavinum okkar og starfsfólki.


Ný sjónvarpsauglýsing, Bjargið

Aðalskoðun frumsýndi um daginn nýja sjónvarpsauglýsingu, Bjargið, um mikilvægi þess að hafa bílinn í lagi.

20 ár síðan Aðalskoðun hóf starfsemi

 

Þann 13. janúar síðastliðin voru liðin tuttugu ár frá því að Aðalskoðun hratt áratuga einokun og valfrelsi hófst í bílaskoðun á Íslandi. Við hjá Aðalskoðun hófum starfsemi okkar í einni skoðunarstöð í Hafnarfirði og í dag vinnum við að öryggi viðskiptavina með þjónustu á átta stöðum á landinu.

Við þökkum samfylgdina í tvo áratugi og hlökkum til að sjá ykkur öll heil í umferðinni.

Þetta snýst um svo miklu meira en bílinn.

Aðalskoðun tekur þátt í Geðveikum jólum

 

Aðalskoðun tekur að þessu sinni þátt í Geðveikum jólum en það er verkefni sem miðar að því að efla geðheilsuna á okkar vinnustað og vonandi hjá fleirum.
Starfsfólk fyrirtækjanna sem taka þátt fær áskorun um að keppa sín á milli um "GEÐVEIKASTA JÓLALAGIÐ" og framkvæma gleði-gjörning sem nærir starfsandann og styður á sama tíma við góð málefni. Aðalskoðun mun styðja BUGL með sínu framlagi.
Afraksturinn verður sýndur í tveimur þáttum á RÚV, þann 4. og 18. desember. Í fyrri þættinum eru lögin frumsýnd og áheitavefurinn www.gedveikjol.is opnaður. Í seinni þættinum, er fylgst með geðheilsurækt fyrirtækjanna og fengið úr því skorið hvaða fyrirtæki hreppir titilinn "GEÐVEIKASTA JÓLALAGIÐ" með aðstoð dómnefndar sem skipuð er þekktum íslenskum tónlistarmönnum.

Aðalskoðun gefur mynstursdýptarmæla

 

Bíleigendum býðst nú að nálgast án endurgjalds handhæga lyklakippu með mynstursdýptarmæli á næstu skoðunarstöð Aðalskoðunar á meðan birgðir endast. Kippan einfaldar bíleigendum að tryggja að þeir uppfylli ákvæði nýrrar reglugerðar um mynstursdýpt hjólbarða. Reglugerðin tók gildi þann 1. nóvember. Nú þurfa hjólbarðar bifreiða að hafa að lágmarki 3,0 mm mynstursdýpt yfir vetrartímann (1. nóvember – 14. apríl).Mynsturdýptarmælir

Ferðavinningurinn dreginn út

Búið er að draga út vinninginn í sólarleik Aðalskoðunar.

Sólveig Indriðadóttir heitir sú heppna og var að vonum himinlifandi með vinninginn og er farin að skipuleggja sólarfrí með fjölskyldunni sinni. Aðalskoðun óskar henni til hamingju.

Ný skoðunarstöð opnuð að Grjóthálsi 10


Aðalskoðun hefur opnað nýja skoðunarstöð að Grjóthálsi 10 í Reykjavík. Skoðunarstöðin er í nýju húsi sem Bón og Þvottastöðin, sem var áður í Sóltúni, hefur einnig hafið starfsemi í. Stöðin stendur við Vesturlandsveginn fyrir ofan bensínstöð Skeljungs.

Ef fréttin er skoðuð nánar má m.a. sjá mynd af skoðunarstöðinni og staðsetningu.

Framkvæmd ástandsskoðana hætt

Aðalskoðun hefur á undanförnum misserum sinnt ástandsskoðunum bifreiða í einhverjum mæli. Meginhlutverk Aðalskoðunar er að sinna lögboðnum skoðunum skv. starfsleyfi fyrirtækisins og verður sú starfssemi að hafa forgang. Hefur framkvæmd ástandskoðan því verið hætt, a.m.k. tímabundið. Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar verði þeir fyrir óþægindum vegna þessa og bent á að leita annað óski þeir eftir ástandsskoðunum vegna kaupa eða sölu á bifreiðum.

Ný skoðunarstöð í Reykjanesbæ

Aðalskoðun hefur opnað nýja skoðunarstöð að Holtsgötu 52 í Reykjanesbæ þar sem IH bílahúsið var áður til húsa. Unnið hefur verið að breytingum á húsnæðinu og uppsetningu á tækjum undanfarnar vikur.
Ein rúmgóð skoðunarbraut er í nýju skoðunarstöðinni sem getur skoðað allt frá fólksbílum upp í millistærðir bíla og jeppa en einnig bifhjól og litla eftirvagna.

Skoðunarreglur ökutækja með einkanúmer o.fl.

Hafi ökutæki einkamerki með tölustaf sem síðasta staf á skráningarmerki, ræðst skoðunarmánuður af honum. Bókstafur sem síðasti stafur á skráningarmerki jafngildir tölunni 5 sem síðasta tölustaf á skráningarmerki skv. reglugerð um skoðun.
Skoðunarmánuður einkamerkja sem enda á bókstaf er því maí en tveggja mánaða frestur til að færa ökutæki til skoðunar gildir þó um þessi ökutæki eins og önnur og hafa þau því lokafrest til 1. ágúst.

Sérstakar reglur gilda þó um sérstaka ökutækisflokka...

Hvenær á að láta skoða ökutækið ?

Almennar reglur um skoðun ökutækja eru þær að færa á þær til skoðunar á skoðunarári eftir endastaf í númeri. Þannig á bifreið með 1 í endastaf að færast til skoðunar í janúar, 2 í endastaf í febrúar o.s.frv. Samkvæmt reglum er síðan tveggja mánaða frestur umfram þetta til að færa ökutækið til skoðunar. Þannig hefur bifreið með 1 í endastaf frest út mars á skoðunarári til að mæta til skoðunar. Heimilt er þó að færa ökutæki til skoðunar 6 mánuðum fyrr en endastafur segir til um (endastafur 7 strax í janúar) og öll ökutæki (óháð endastaf) má færa til skoðunar í upphafi árs hafi það gilda skoðun sem fór fram fyrir 1. nóvember árið áður.

Nokkrar undantekningar eru þó á þessu. Fornbifreið, Bifhjól, Húsbíla og ferðavagna á að skoða fyrir 1. ágúst með lokafresti fyrir 1. október

Ný heimasíða Aðalskoðunar

Ný heimasíða Aðalskoðunar hf er komin í loftið frá og með 17. mars.

15 ár frá stofnun Aðalskoðunar

Aðalskoðun var stofnuð 13. september 1994 en hóf skoðunarstarfsemi 13. janúar 1995.

Ertu með spurningu?

Ef þig vantar einhverjar aukalegar upplýsingar þá getur þú haft samband hér að neðan.

   
   
   

Stuðningsleiðarkerfi
Stuðningsleiðarkerfi

Hér erum við!

Aðalskoðun hf,
Hjallahrauni 4, 220 Hafnafjörður
Sími 590 6900, Fax 590 6910