Beint í efni vefsins


Lesa frétt

11.3.2010

Hvenær á að láta skoða ökutækið ?

Almennar reglur um skoðun ökutækja eru þær að færa á þær til skoðunar á skoðunarári eftir endastaf í númeri. Þannig á bifreið með 1 í endastaf að færast til skoðunar í janúar, 2 í endastaf í febrúar o.s.frv. Samkvæmt reglum er síðan tveggja mánaða frestur umfram þetta til að færa ökutækið til skoðunar. Þannig hefur bifreið með 1 í endastaf frest út mars á skoðunarári til að mæta til skoðunar. Heimilt er þó að færa ökutæki til skoðunar 6 mánuðum fyrr en endastafur segir til um (endastafur 7 strax í janúar) og öll ökutæki (óháð endastaf) má færa til skoðunar í upphafi árs hafi það gilda skoðun sem fór fram fyrir 1. nóvember árið áður.

Nokkrar undantekningar eru þó á þessu. Fornbifreið, Bifhjól, Húsbíla og ferðavagna á að skoða fyrir 1. ágúst með lokafresti fyrir 1. október

<<Til baka

Ertu með spurningu?

Ef þig vantar einhverjar aukalegar upplýsingar þá getur þú haft samband hér að neðan.

   
   
   

Stuðningsleiðarkerfi
Stuðningsleiðarkerfi

Hér erum við!

Aðalskoðun hf,
Hjallahrauni 4, 220 Hafnafjörður
Sími 590 6900, Fax 590 6910