Beint í efni vefsins


Lesa frétt

3.1.2011

Ný skoðunarstöð í Reykjanesbæ

Aðalskoðun hefur opnað nýja skoðunarstöð fyrir ökutæki að Holtsgötu 52 í Reykjanesbæ. Ein rúmgóð skoðunarbraut er í nýju skoðunarstöðinni sem getur skoðað allt frá fólksbílum upp í millistærðir bíla og jeppa en einnig bifhjól og litla eftirvagna. Öll hönnun stöðvarinnar miðar að því að skoðunin gangi greiðlega fyrir sig og aðstaða viðskiptavina sé sem best. Ekið er í gegnum húsnæðið til að auðvelda aðkomu og flæði bíla í gegnum stöðina.

Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ opnaði stöðina formlega en stöðinni er ætlað að þjónusta ökutækjaeigendur á öllu Reykjanesi. Starfsmenn stöðvarinnar eru Pálmi Hannesson stöðvarstjóri og Linda Pálmadóttir móttökustjóri.

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá opnun stöðvarinnar.


Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ klippir á borðann


Gestir á opnunarhátíðinni


Betri bílar, yngri konur...


Skoðunarstöðin að Holtsgötu 52

<<Til baka

Ertu með spurningu?

Ef þig vantar einhverjar aukalegar upplýsingar þá getur þú haft samband hér að neðan.

   
   
   

Stuðningsleiðarkerfi
Stuðningsleiðarkerfi

Hér erum við!

Aðalskoðun hf,
Hjallahrauni 4, 220 Hafnafjörður
Sími 590 6900, Fax 590 6910