Beint í efni vefsins


Lesa frétt

3.5.2010

Skoðunarreglur ökutækja með einkanúmer o.fl.

Hafi ökutæki einkamerki með tölustaf sem síðasta staf á skráningarmerki, ræðst skoðunarmánuður af honum. Bókstafur sem síðasti stafur á skráningarmerki jafngildir tölunni 5 sem síðasta tölustaf á skráningarmerki skv. reglugerð um skoðun.
Skoðunarmánuður einkamerkja sem enda á bókstaf er því maí en tveggja mánaða frestur til að færa ökutæki til skoðunar gildir þó um þessi ökutæki eins og önnur og hafa þau því lokafrest til 1. ágúst.

Sérstakar reglur gilda þó um sérstaka ökutækisflokka en þær eru eftirfarandi:
Færa skal eftirtalin ökutæki til aðalskoðunar fyrir 1. ágúst á skoðunarári, óháð síðasta tölustaf
á skráningarmerki:
a) fornbifreið
b) húsbifreið
c) bifhjól, þar með talin fornbifhjól og létt bifhjól
d) hjólhýsi (fellihýsi)
e) tjaldvagn.

Hafi eigandi (umráðamaður) ökutækis ekki átt þess kost að færa ökutækið til aðalskoðunar
fyrir 1. ágúst á skoðunarári, skal það gert í síðasta lagi fyrir 1. október sama ár.
<<Til baka

Ertu með spurningu?

Ef þig vantar einhverjar aukalegar upplýsingar þá getur þú haft samband hér að neðan.

   
   
   

Stuðningsleiðarkerfi
Stuðningsleiðarkerfi

Hér erum við!

Aðalskoðun hf,
Hjallahrauni 4, 220 Hafnafjörður
Sími 590 6900, Fax 590 6910