Beint í efni vefsins


Skoðun ökutækja

Endastafur í númeri ræður í flestum tilfellum skoðunarmánuði.
Almennar reglur um skoðun ökutækja eru þær að færa á þær til skoðunar á skoðunarári eftir endastaf í númeri. Þannig á bifreið með 1 í endastaf að færast til skoðunar í janúar, 2 í endastaf í febrúar o.s.frv. Samkvæmt reglum er síðan tveggja mánaða frestur umfram þetta til að færa ökutækið til skoðunar. Þannig hefur bifreið með 1 í endastaf frest út mars á skoðunarári til að mæta til skoðunar. Heimilt er þó að færa ökutæki til skoðunar 6 mánuðum fyrr en endastafur segir til um (endastafur 7 strax í janúar) og öll ökutæki (óháð endastaf) má færa til skoðunar í upphafi árs hafi það gilda skoðun sem fór fram fyrir 1. nóvember árið áður.

Nokkrar undantekningar eru þó á þessu.
Fornbifreið, Bifhjól, Húsbíla og ferðavagna á að skoða fyrir 1. ágúst með lokafresti fyrir 1. október.

Samkvæmt útgáfu nýrrar reglugerðar um skoðun ökutækja nr. 8/2009 hafa skoðunarreglur ökutækja breyst. Helstu breytingar eru eftirfarandi.

Ökutæki nýskráð frá og með 7. janúar 2009 (nema öktæki sem skal skoðað árlega) eru skoðuð í fyrsta skipti á fjórða ári eftir nýskráningu og síðan annað hvert ár næstu 2 árin og árlega eftir það (4-2-2-1).

Ökutæki nýskráð fyrir 7. janúar 2009 (nema öktæki sem skal skoðað árlega) eru skoðuð í fyrsta skipti á þriðja ári eftir nýskráningu og síðan á fimmta ári og árlega eftir það. (3-2-1). Óbreytt frá því sem var áður.

Fornbifreiðar skulu skoðaðar annað hvert ár, allar árið 2009 og síðan eftir skráningarári hér á landi. Þannig skoðast þær fornbifreiðar sem eru nýskráðar hér á landi á sléttu ári (t.d. 1950) næst 2010, svo 2012 o.s.frv. en þær sem eru nýskráðar hér á landi á oddatöluári (t.d. 1951) næst 2011, svo 2013 o.s.frv. Fornbifreiðar skulu skoðast í seinasta lagi fyrir 1. október, ekki eftir endastaf. Athugið að þessar bifreiðar verða að vera skráðar í notkunarflokkinn "fornbifreið", ekki er nægjanlegt að þær séu á fornmerkjum.

Ökutæki sem áður voru skoðuð árlega en er nú skoðuð skv. ofangreindum reglum miðað við skráningardag eru: sendibifreiðar, bílaleigubifreiðar, kennslubifreiðar og létt bifhjól.

Hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagn (ferðavagnar) skal nú færa til skoðunar, fyrst á fjórða ári frá nýskráning og síðan annað hvert ár eftir það. Þannig áttu slík tæki skráð 2005 og fyrr mæta til skoðunar 2009 en tæki skráð 2006 eiga að koma til skoðunar árið 2010. Þessi tæki skulu skoðast í seinasta lagi fyrir 1. október, ekki eftir endastaf

Ertu með spurningu?

Ef þig vantar einhverjar aukalegar upplýsingar þá getur þú haft samband hér að neðan.

   
   
   

Stuðningsleiðarkerfi
Stuðningsleiðarkerfi

Hér erum við!

Aðalskoðun hf,
Hjallahrauni 4, 220 Hafnafjörður
Sími 590 6900, Fax 590 6910