Beint í efni vefsins


Almennar upplýsingar

Aðalskoðun er faggild óháð skoðunarstofa sem sækir fram á öllum sviðum eftirlits. Við höfum í gegnum tíðina starfað á nokkrum eftirlitssviðum svo sem matvælasviði, markaðseftirlitssviði og skipaskoðunarsviði. Sem stendur starfar Aðalskoðun þó eingöngu á ökutækjasviði.
Hjá Aðalskoðun er hægt að fá alla skoðunarþjónustu fyrir ökutæki af öllum stærðum og gerðum. Jafnframt önnumst við alla þjónustu tengdri skráningu ökutækja svo sem móttöku eigendaskipta, meðhöndlun númera, nýskráningar og aðra skráningarþjónustu tengda ökutækjum.

Skoðunarstöðvar okkar á höfuðborgarsvæðinu fyrir ökutæki eru nú fjórar og því til viðbótar erum við með skoðunarstöð í Reykjanesbæ. Jafnframt skoðum við með reglulegu millibili á þremur stöðum á landsbyggðinni, Grundarfirði, Ólafsfirði og Reyðarfirði.

Sjá nánari upplýsingar undir liðnum „Þjónusta“

Ertu með spurningu?

Ef þig vantar einhverjar aukalegar upplýsingar þá getur þú haft samband hér að neðan.

   
   
   

Stuðningsleiðarkerfi
Stuðningsleiðarkerfi

Hér erum við!

Aðalskoðun hf,
Hjallahrauni 4, 220 Hafnafjörður
Sími 590 6900, Fax 590 6910