Eigendaskipti ökutækja

Hjá Aðalskoðun má skila inn tilkynningum um eigendaskipti ökutækja. Tilkynningar um eigendaskipti eru sendar til Samgöngustofu þar sem skráning þeirra fer fram.

Eftirfarandi er gott að hafa í huga áður en eigendaskiptum er skilað inn:
• Til að hægt sé að skrá eigendaskipti þurfa öll opinber gjöld, bifreiðagjöld og vanrækslugjöld, að vera greidd en þau er hægt greiða hjá Aðalskoðun. Þetta á einnig við um ökutæki sem greiða á þungaskatt af en þá þarf að skila inn álestri vegna eigendaskiptanna og greiða þann þungaskatt sem myndast vegna álestursins.
• Athugið að allar undirskriftir séu réttar og að umboð fylgi sé undirritað fyrir hönd kaupanda eða seljanda.
• Votta þarf allar undirskriftir og þurfa vottar að hafa náð átján ára aldri.
• Tilgreina þarf tryggingafélag kaupanda á tilkynningunni.

Eyðublöð varðandi eigendaskipti má nálgast á öllum skoðunarstöðvum Aðalskoðunar eða með því að smella á eftirfarandi tengla:

Tilkynning um eigendaskipti

Kaupsamningur og afsal