Innheimta bifreiðagjalda

Hjá Aðalskoðun er hægt að greiða bifreiðagjöld ökutækja. Álagning þeirra er í höndum ríkisskattstjóra en tollstjóri sér um innheimtu. Bifreiðagjöld leggjast á ökutæki tvisvar á ári, þann 1. janúar og 1. júlí en eindagar eru 15. febrúar og 15. ágúst. Gjaldfallin bifreiðagjöld þarf að greiða við skoðun en við eigendaskipti þarf að greiða öll áhvílandi gjöld, hvort sem þau eru gjaldfallin eða ekki. Athugið að við úttekt númera þarf að greiða bifreiðagjöld frá úttektardegi.

Reiknivél bifreiðagjalda

Reglur um bifreiðagjöld

Heimasíða tollstjóra