Nýskráningar ökutækja

Hjá Aðalskoðun er hægt að nýskrá allar gerðir ökutækja. Áður en hægt er að nýskrá ökutæki þarf að forskrá það hjá Samgöngustofu, fá úthlutað fastanúmeri og ganga frá tollafgreiðslu. Að því loknu er ökutækið nýskráð, skráningarskoðað og skráningarnúmer sett á. Athugið að greiða þarf öll opinber gjöld við nýskráningu, þar með talin bifreiðagjöld og vörugjöld.

Á vef Samgöngustofu má kanna stöðu forskráninga.