Skráningarmerki

Innlögn númera
Hjá Aðalskoðun er hægt að skila inn skráningarmerkjum til innlagnar. Við innlögn númera greiðist geymslugjald. Þegar númer hefur verið skráð í innlögn falla bifreiðagjöld sjálfkrafa niður í þann tíma sem númerin liggja inni. Tryggingar falla einnig niður við innlögn en yfirleitt þarf eigandi ökutækisins að tilkynna innlögn sérstaklega til síns tryggingafélags.

Einnig er hægt að skrá ökutæki úr umferð án þess að koma með skráningarmerkin til innlagnar. Þá er fyllt út beiðni um skráningu úr umferð og afhentir miðar merktir „notkun bönnuð“ sem eru límdir á skráningarmerkin.
Athugið að hvorki bifreiðagjöld né tryggingar falla niður sé ökutæki skráð úr umferð með þessum hætti en vanrækslugjald leggst ekki á.

Úttekt númera

Einungis eigandi, meðeigandi eða umráðamaður ökutækis hefur heimild til að taka út skráningarmerki sem hafa verið skráð í geymslu. Ef annar en eigandi sækir skráningarmerki þarf að framvísa umboði frá eiganda. Til að hægt sé að afhenda skráningarmerkin þarf ökutækið að hafa staðfesta tryggingu og greiða þarf bifreiðagjöld frá úttektardegi og til loka þess tímabils sem er í gildi. Þau gjöld er hægt að greiða hjá Aðalskoðun.

Pöntun nýrra skráningarmerkja
Hjá Aðalskoðun er hægt að panta ný skráningarmerki. Framleiðsla þeirra tekur að jafnaði þrjá virka daga en greiða þarf merkin við pöntun þeirra.

Stærð skráningarmerkja og stafa:
Gerð A. Stærð 520 x 110 mm, hæð stafa 70 mm og breidd stafleggja 11 mm.
Gerð B. Stærð 280 x 200 mm, hæð stafa 70 mm og breidd stafleggja 11 mm.
Gerð C. Stærð 240 x 130 mm, hæð stafa 49 mm og breidd stafleggja 7 mm.
Gerð D. Stærð 305 x 155 mm, hæð stafa 61 mm og breidd stafleggja 9 mm.

Athugið að gerð C er eingöngu ætluð bifhjólum, torfærutækjum og dráttarvélum.

Einkamerki
Hjá Aðalskoðun er hægt að ganga frá umsókn og pöntun á einkamerkjum. Einkamerki má að lágmarki innihalda tvo íslenska bókstafi og tölustafi og að hámarki sex. Engin önnur tákn eru leyfileg. Þegar umsókn um einkamerki er skilað inn er greitt einkanúmeragjald sem gildir í átta ár.

Eftirfarandi eru tenglar á gagnlegar upplýsingar varðandi einkamerki:

Reglur um einkamerki má finna á vef Samgöngustofu.
Á vef Samgöngustofu er einnig hægt að kanna hvaða einkamerki eru laus til umsóknar.
Umsóknareyðublað einkamerkja.