Vanrækslugjald

Hjá Aðalskoðun er vanrækslugjald innheimt. Samkvæmt umferðarlögum er vanrækslugjald, 15000 kr, lagt á þau ökutæki sem ekki hafa verið færð til aðalskoðunar eða endurskoðunar á réttum tíma.

Almenna reglan er sú að endastafur ökutækis segir til um skoðunarmánuð. Þannig á ökutæki með 1 í endastaf að skoðast í janúar en hefur frest í tvo mánuði að auki, þ.e. febrúar og mars. Því leggst vanrækslugjald á ökutæki með 1 í endastaf á 1. apríl.

Athugið að aðrar reglur gilda um fornbíla, bifhjól og ferðavagna.

Ef ökutæki með endurskoðun hefur ekki mætt til skoðunar innan endurskoðunarfrests líður mánuður áður en vanrækslugjald er lagt á. Ökutæki sem er fært til skoðunar í janúar og fær endurskoðunarfrest út febrúar fær því ekki vanrækslugjald fyrr en 1. apríl hafi það ekki verið skoðað innan frestsins.

Í eftirfarandi töflu má sjá hvenær vanrækslugjald er lagt á þau ökutæki sem við á og jafnframt síðasta dag sem 50% afsláttur af vanrækslugjaldinu gildir

Ef ökutæki með endurskoðun hefur ekki mætt til skoðunar innan endurskoðunarfrests líður mánuður áður en vanrækslugjald er lagt á. Ökutæki sem er fært til skoðunar í janúar og fær endurskoðunarfrest út febrúar fær því ekki vanrækslugjald fyrr en 1. apríl hafi það ekki verið skoðað innan frestsins.

Önnur þjónusta

Aðalskoðun sinnir margvíslegu þjónustuhlutverki gagnvart viðskiptavinum sínum. Við leggjum okkur fram um að aðstoða þig eftir bestu getu! Hér má skoða nánar helstu liði þjónustu sem Aðalskoðun sinnir fyrir utan skoðanir.

null
Eigendaskipti
null
Innheimta bifreiðagjalda
null
Álestur og innheimta þungaskatts
null
Álestur og innheimta þungaskatts
null
Móttaka skilavottorða og útgreiðsla skilagjalds
null
Skráningarmerki
null
Talningar úr ökutækjaskrá
null
Nýskráningar ökutækja

FAQ

Hvenær á ég að koma með bílinn í skoðun?

Almenna reglan er sú að endastafur skráningarmerkis segir til um skoðunarmánuð. Ef endastafur númers er 1 er skoðunarmánuðurinn því janúar. Frestur til að koma með ökutækið gildir þó tvo mánuði fram yfir skoðunarmánuð svo ökutæki með 1 í endastaf hefur janúar, febrúar og mars til að koma því til skoðunar. Þann 1. apríl leggst svo vanrækslugjald, 15.000 kr., á ökutækið hafi það ekki komið í skoðun. Helmings afsláttur er gefinn af vanrækslugjaldinu ef ökutæki er fært til skoðunar innan mánaðar frá álagningu þess. Ef ökutæki með 1 í endastaf er komið til skoðunar í apríl þarf því einungis að greiða 7.500 kr. vanrækslugjald. Eftir að mánuður hefur liðið frá álagningu vanrækslugjaldsins hækkar það því upp í 15.000 kr.

Athugið að vanrækslugjald leggst einnig á þegar komið er fram yfir endurskoðunarfrest. Þá líður mánuður frá því að endurskoðunarfrestur rennur út þar til vanrækslugjald leggst á.

Fornbílar, ferðavagnar og bifhjól fylgja ekki reglum um endastaf. Þessi ökutæki eiga að koma í júlí og hafa til loka september. Vanrækslugjald leggst því á þann 1. október, óháð endastaf. Ferðavagnar og fornbílar eiga jafnframt að skoðast annað hvort ár.

Ökutæki með einkanúmer sem enda á bókstaf hafa skoðunarmánuðinn maí og þurfa að koma fyrir lok júlí til að forðast vanrækslugjaldið.

Hvað þarf ég að gera til að taka út númer?

Til að taka út númer sem hafa verið lögð inn til geymslu af eiganda ökutækisins þarf ökutækið að vera tryggt og ganga þarf frá greiðslu bifreiðagjalda.

Ef númer hafa verið afklippt þarf að bæta úr því sem var ástæða afklippingar áður en hægt er að sækja númer. Ef afklippt er vegna skoðunar þarf því að koma með ökutækið í skoðun áður en hægt er að afhenda númer. Þá gildir einnig að ökutæki þarf að vera tryggt og ganga þarf frá greiðslu bifreiðagjalda eins og þegar númer eru lögð inn af eiganda.

Þarf ég að panta tíma í skoðun?

Yfirleitt gerist ekki þörf á að panta tíma fyrir almennar skoðanir hjá Aðalskoðun. Hægt er að panta tíma í skoðun á skoðunarstöðvum okkar í Hafnarfirði og í Kópavogi. Þó er yfirleitt hægt að komast að með skömmum fyrirvara og án þess að eiga bókaðan tíma. Á stöðvum okkar í Skeifunni, á Grjóthálsi og í Reykjanesbæ eru ekki tímabókanir heldur frjáls mæting.

Athugið að síðasta dag mánaðar eru engar tímabókanir teknar í Hafnarfirði og Kópavogi.

Please note that no appointments are made at any of our stations on the last day of each month. We advise that you bring your car early in the month to avoid traffic that can form at the last days of each month.

Hvenær þarf ég að greiða bifreiðagjöld?

Bifreiðagjöld leggjast á ökutæki tvisvar á ári, þann 1. janúar og þann 1. júlí. Eindagi bifreiðagjalda er svo þann 15. febrúar og 15. ágúst. Gjaldfallin bifreiðagjöld, þ.e. bifreiðagjöld sem eru ógreidd eftir eindaga þarf að greiða við aðalskoðun á ökutæki. Við eigendaskipti þarf að greiða öll opinber gjöld þrátt fyrir að þau séu ekki komin á eindaga. Kaupandi og seljandi ökutækis skipta sjálfir með sér bifreiðagjöldum.

Hvar get ég skilað inn eigendaskiptum?

Eigendaskiptum að ökutækjum má skila inn hjá öllum skoðunarstöðvum Aðalskoðunar en einnig hjá Samgöngustofu. Frumritum tilkynninga sem skilað er til Aðalskoðunar er komið til Samgöngustofu sem sér um skráningu þeirra. Greiða þarf fyrir skráningu eigendaskipta og öll opinber gjöld sem hvíla á ökutækinu til að hægt sé að taka við eigendaskiptum. Athugið að merkja við tryggingafélag, að undirskriftir séu á réttum stöðum og að vottar séu að öllum undirskriftum.