Nýskráning
Hjá Aðalskoðun  er hægt að nýskrá öll ökutæki. Áður en hægt er að nýskrá ökutæki þarf að vera búið að úthluta ökutækinu fastnúmeri og er það gert hjá Umferðastofu með svokallaðri forskráningu. Eftir að ökutæki hefur verið úthlutað fastnúmeri er hægt að ganga frá tollafgreiðslu og leysa bílinn úr tolli. Þá er ökutækið fært til skráningarskoðunar þar sem það er skoðað og skráð í umferð. Áður en ökutæki  er fært til skoðunar og skráningar þarf að vera búið að framleiða skráningamerki á viðkomandi ökutæki en það er oftast gert um leið og forskráning er framkvæmt hjá Umferðastofu.

Afskráning
Til að geta afskráð ökutæki  þarf að koma ökutækinu á förgunarstöð t.d.  hjá Furu, Hringrás eða Vöku hér á höfuðborgarsvæðinu. Förgunarstöð  gefur út skilavottorð sem er um leið afskráningarbeiðni. Skilavottorðinu er komið á skoðunarstöð ásamt bílnúmeri ef það var tekið af ökutækinu á förgunarstöð. Skilavottorðinu er komið áfram til Umferðastofu sem afskráir viðkomandi ökutæki í ökutækjaskrá og jafnframt fær skráður eigandi greitt út skilagjald kr.15000.- að frádregnum gjaldföllnum gjöldum ef einhver eru. Ekki er hægt að endurskrá ökutæki sem hafa verið afskráð til úrvinnslu.  Sami ferill gildir fyrir ökutæki sem ekki greiða úrvinnslugjald s.s. vélsleða, bifhjól, tjaldvagna, hjólhýsi o.þ.h. Til að afskrá þannig ökutæki  þarf að fara með þau á förgunarstöð ti l að fá skilavottorð sem er um leið afskráningarbeiðni  en skilagjald fæst ekki greitt fyrir slík ökutæki.

Breytingaskráning
Hjá Aðalskoðun er hægt að framkvæma ýmsar breytingarskráningar.  Meðal breytingaskráninga má nefna:

Skráning tengibúnaðar á ökutæki.
Breyting á yfirbyggingu stærri ökutækja.
Breyting á ökutækjaflokkum
Breytingar á farþegafjölda í bifreiðum
Sérskoðanir jeppabifreiða.

Athugið að með sumum gerðum breytingaskoðanna er gerð krafa um að löggiltur vigtarseðill sé lagður fram við breytingaskoðunina s.s. eins og þegar fólksbifreið er breytt í húsbifreið, yfirbyggingu á stærri bifreið er breytt og eins við allar sérskoðanir jeppabifreiða.