Aðalskoðun tekur á móti tilkynningu um eigendaskipti ökutækja á öllum skoðunarstöðum sínum og sendir til Samgöngustofu, Ármúla 2. Við afgreiðslu þurfa opinber gjöld að vera greidd, hægt er að ganga frá greiðslu þeirra á skoðunarstöðvun Aðalskoðunar. Tilgreina þarf tryggingarfélag þar sem hinn nýji eigandi/umráðamaður  ætlar að tryggja. Ef seljandi, kaupandi eða meðeigandi er yngri en 18 ára þarf samþykki sýslumanns fyrir kaupum/sölu. Votta þarf allar undirskriftir og þurfa vottar að hafa náð 18 ára aldri. Kaupandi og seljandi gera með sér samkomulag hvorum ber að tilkynna eigendaskiptin, tilkynningin er á ábyrgð beggja. Þau ökutæki sem greiða þungaskatt samkvæmt mæli þurfa að koma með ökutækið í álestur.  Sá skattur sem myndast við þann álestur verður að greiða áður / eða við afhendingu tilkynningarinnar. Álesturinn má ekki vera eldri en 7 daga gamall þegar tilkynningin kemur til afgreiðslu.

Eyðublöð:

Eigendaskipti

Kaupsamningur og afsal