Faggilding er formleg viðurkenning þar til bærs stjórnvalds á því að aðili sé hæfur til að vinna tiltekin verkefni varðandi samræmismat. Samræmismat er mat á því hvort vara, ferli, kerfi eða aðili uppfylli kröfur.
Faggilding hefur verið starfrækt á Íslandi frá árinu 1992. samkvæmt lögum um vog, mál og faggildingu. Sérstök lög um faggildingu o.fl. tóku gildi í maí 2006. Lögin tryggja að hægt er að starfrækja faggildingu á Íslandi í samræmi við alþjóðlega staðla og reglur.
Faggilding var upphaflega starfrækt á Löggildingarstofu en færðist yfir til Neytendastofu til skamms tíma. Frá apríl 2006 hefur faggilding fengið endanlegt aðsetur og heyrir nú undir Einkaleyfastofunna sem faglega sjálfstætt starfandi svið.