Gæðastefna Aðalskoðunar hf

Hlutverk:
Hlutverk Aðalskoðunar hf. er að vinna á framsækinn hátt að eftirlitsstarfsemi með því að starfrækja óháða faggilta skoðunarstofu samkvæmt staðlinum IST EN ISO/IEC 17020 og skapa fyrirtækinu um leið trausta ímynd.  Jafnframt að auka velferð viðskiptavina og almennings með skipulögðum forvörnum og kerfisbundnu eftirliti og draga þannig úr líkum á heilsu- og fjárhagstjóni.

Gæðastefna:
Aðalskoðun hf. uppfyllir kröfur sem gerðar eru til faggiltra óháðra skoðunarstofa, en í því felst að skoða vörur og búnað í samræmi við reglur stjórnvalda um verklag, aðbúnað og tækjabúnað ásamt kröfum um hlutleysi og hæfni.
Með því að beita aðferðum gæðastjórnunar og hafa til staðar skilvirkt gæðakerfi, sem lýst er á skjalfestan hátt, mun Aðalskoðun hf. uppfylla þarfir viðskiptavina.
Með notkun gæðaeftirlitskerfa, þjónustukannanna og með því að líta á samskipti við viðskiptavini og stjórnvöld sem úrslitaþátt í veitingu þjónustu mun Aðalskoðun hf. geta lagt mat á gæði starfsemi sinnar sem stöðugt skal endurrýnd og gæðin bætt.
Aðalskoðun hf. stefnir að góðum og traustum tengslum við viðskiptavini sína, með því að skynja þarfir þeirra og bjóða þeim þjónustu sem felur í sér faglega skoðun, stuttan biðtíma, lipurð og sanngjarnt verð þannig að væntingar viðskiptavina verði uppfylltar og þeir verði ánægðir.
Aðalskoðun hf. leggur áherslu á að hafa yfir að ráða hæfu viðmótsgóðu starfsfólki með tilskylda menntun sem stundi fagleg vinnubrögð, hafi skilgreind hlutverk, virki hæfileika sína, taki þátt í endurmenntun og sýni framfarir. Á þennan hátt mun fyrirtækið og starfsfólk þess ná settum markmiðum.
Stjórnendur Aðalskoðunar hf. skulu hafa tilskylda menntun, hæfni og reynslu. Þeir skulu temja sér fagmennsku, áreiðanleika, rétt viðskiptasiðferði og beita skapandi starfsaðferðum með því að örva og hvetja starfsmenn til dáða, skapa traust tengsl og vera í nálægð við viðskiptavini fyrirtækisins.

Gæðamarkmið:
Aðalskoðun hf setur sér eftirfarandi markmið í gæðamálum:
Að viðhalda faggildingu samkvæmt staðlinum IST EN ISO/IEC 17020.
Að framfylgja og viðhalda verklagsreglum í gæðahandbók skoðunarstofunnar.
Að veita viðskiptavinum þjónustu á umsömdum tíma
Að fylgjast með löggjöf og þróun er snertir starfssvið skoðunarstofunnar
Að þjálfa starfsmenn sína og tryggja endurmenntun sem nauðsynleg er hverju sinni.

Framkvæmdastjóri Aðalskoðunar hf skal tryggja að öllum starfsmönnum skoðunarsstofunnar sé gæðastefnan ljós, henni sé framfylgt og viðhaldið.

Framkvæmdastjóri Aðalskoðunar hf.