Hlutleysi

Eitt af grunnatriðum í starfsemi Aðalskoðunar hf. er hlutleysi. Aðalskoðun hf. hefur hlutleysi að leiðarljósi við framkvæmd á skoðunum ökutækja og öllu sem snýr að skoðunarferli þeirra. Stjórn og stjórnendur Aðalskoðunar hf. leggja áherslu á hlutleysi í öllum ákvörðunum sínum og hafa það að grunnmarkmiði að allar skoðanir ökutækja séu byggðar á hlutlægum viðmiðum.

Aðalskoðun fer með allar upplýsingar sem hún aflar eða býr til við skoðunarferlið sem trúnaðarmál.