Um Aðalskoðun

Aðalskoðun hf. er faggilt skoðunarstofa, óháð hagsmunaaðilum og sækir fram á öllum sviðum eftirlits. Fyrirtækið var stofnað þann 13. september 1994 af 22 einstaklingum sem sumir hverjir hafa unnið hjá fyrirtækinu frá upphafi og starfa þar enn í dag. Markmiðið með stofnun Aðalskoðunar var að setja á fót hlutlausa óháða skoðunarstofu á sviði skoðunar ökutækja. Skoðun ökutækja á vegum Aðalskoðunar hf. hófst í janúar 1995.

Eigandi Aðalskoðunar hf. er félagið Skjöldur og skoðun ehf. en það er móðurfélag Aðstoðar og öryggis ehf. sem rekur þjónustu undir nafninu arekstur.is. Ómar Þorgils Pálmason er eigandi Skjaldar og skoðunar.