Umhverfisstefna

Aðalskoðun leggur sig fram við að minnka neikvæð umhverfisáhrif með skipulagðri endurvinnslu og öðrum áherslum sem styðja við umhverfisvernd. Aðalskoðun leggur sig fram um að lágmarka neikvæð áhrif á umhverfi og heilsu.

Aðalskoðun vinnur skipulega að umhverfisstarfi m.a. varðandi efnisnotkun s.s. sorpmeðhöndlun og pappírsnotkun. Markmið Aðalskoðunar er að lágmarka notkun pappírs og færa yfir í stafrænt form.

Stefna Aðalskoðunar í umhverfissmálum

  1. Að taka mið af gildandi stöðlum um umhverfismál við stjórn fyrirtækisins
  2. Að nota eftir því sem unnt er umhverfisvæn efni
  3. Að tæki sem notuð eru taki sem minnsta orku
  4. Að skapa góð skilyrði fyrir starfsfólk til að framfylgja umhverfismarkmiðum.
  5. Að tryggja sem best velferð og vellíðan starfsmanna og kappkosta að starfsumhverfi sé hreinlegt og heilsusamlegt.