Vanrækslugjald

Hjá Aðalskoðun er vanrækslugjald innheimt. Samkvæmt umferðarlögum er vanrækslugjald, 15000 kr, lagt á þau ökutæki sem ekki hafa verið færð til aðalskoðunar eða endurskoðunar á réttum tíma.

Almenna reglan er sú að endastafur ökutækis segir til um skoðunarmánuð. Þannig á ökutæki með 1 í endastaf að skoðast í janúar en hefur frest í tvo mánuði að auki, þ.e. febrúar og mars. Því leggst vanrækslugjald á ökutæki með 1 í endastaf á 1. apríl.

Athugið að aðrar reglur gilda um fornbíla, bifhjól og ferðavagna.

Ef ökutæki með endurskoðun hefur ekki mætt til skoðunar innan endurskoðunarfrests líður mánuður áður en vanrækslugjald er lagt á. Ökutæki sem er fært til skoðunar í janúar og fær endurskoðunarfrest út febrúar fær því ekki vanrækslugjald fyrr en 1. apríl hafi það ekki verið skoðað innan frestsins.

Í eftirfarandi töflu má sjá hvenær vanrækslugjald er lagt á þau ökutæki sem við á og jafnframt síðasta dag sem 50% afsláttur af vanrækslugjaldinu gildir

 

TímabilDags fráDags tilGildisdagur álagningarGjalddagiEindagi 
2017 0101.01.201731.01.201703.01.201703.01.201706.02.2017
2017 0201.02.201728.02.201701.02.201701.02.201702.03.2017
2017 0301.03.201731.03.201701.03.201701.043201703,04,2017
2017 0401.04.201730.04.201701.04.201701.04.201702.05.2017
2017 0501.05.201731.05.201703.05.201703.05.201706.06.2017
2017 0601.06.201730.06.201701.06.201701.06.201703.07.2017
2017 0701.07.201731.07.201701.07.201701.07.201702.08.2017
2017 0801.08.201731.08.201701.08.201701.09.201704.09.2017
2017 0901.09.201730.09.201701.09.201701.09.201702.10.2017
2017 1001.10.201731.10.201703.10.201703.10.201706.11.2017
2017 1101.11.201730.11.201701.11.201701.11.201704.12.2017
2017 1201.12.201731.12.201701.12.201601.12.201702.01.2018

 

Nánari upplýsingar um vanrækslugjaldið má finna á heimasíðu sýslumannsins á Vestfjörðum: Upplýsingar um vanrækslugjald

Lög um vanrækslugjald