Hvaða reglur gilda um bifreiðaskoðun?

Hvenær má fara með bíl í skoðun? Síðasti tölustafur á skráningarnúmeri bifreiðar segir til um í hvaða mánuði skal færa hana til aðalskoðunar. Þannig að ef númerið endar á þremur á að fara með bílinn í skoðun í mars, fjórir táknar apríl og þannig koll af kolli. Ef númerið endar á núll skal fara með bifreiðina í aðalskoðun í október.


Þetta gildir um öll ökutæki nema dráttarvélar og torfærutæki. Hvað þá með einkanúmer? Ef einkanúmerið endar á tölustaf segir það til um mánuðinn. Ef einkanúmer endar hins vegar á bókstaf skal færa bílinn í skoðun í maí. Ef ekki næst að færa bíl til skoðunar í skoðunarmánuði skv. númeri skal koma honum í skoðun í síðasta lagi fyrir lok annars mánaðar þaðan í frá. Eigandi bílsins ber ábyrgð á að færa hann til skoðunar. Vanrækslugjald er lagt á óskoðuð ökutæki.


Aðalskoðun árlega

Eftirfarandi gerðir ökutækja skal færa árlega til aðalskoðunar: vörubifreiðar, hópbifreiðar, leigubíla, eðalvagna, sjúkraflutninga bifreiðar, eftirvagna með leyfða heildarþyngd meiri en 3,5 tonn og bifreiðar til neyðaraksturs. Hins vegar eru eftirfarandi ökutæki ekki skoðuð árlega lengur: sendibílar, bifreiðar sem ætlaðar eru til leigu í atvinnuskyni án ökumanns, kennslubifreiðar og létt bifhjól.


Endurskoðun bifreiða

Almennt er veittur frestur til endurskoðunar til loka næsta mánaðar. Ef farið er með bíl í skoðun innan tilskilins frests felur endurskoðun einungis í sér skoðun á þeim atriðum sem athugasemd var gerð við í fyrri skoðun. En ef fresturinn er runninn út þarf að skoða ökutækið aftur í heild með tilheyrandi skoðunargjaldi fyrir eiganda bíls. Ekki er lengur hægt að framlengja frest á endurskoðun.

Það borgar sig því að hafa skoðunarmálin á hreinu og mæta tímanlega í skoðun hjá Aðalskoðun!

Nánari upplýsingar um reglur varðandi skoðun ökutækja má finna á vef Samgöngustofu.

VILT ÞÚ FÁ ÁMINNGU?

Ef þú vilt láta minna þig á næstu skoðun þá er tilvalið að skrá sig á póstlista Aðalskoðunar.