GÆÐASTEFNA

Hlutverk félagsins er að vinna á framsækinn hátt að eftirlitsstarfsemi með því að starfrækja óháða faggilta skoðunarstofu samkvæmt staðlinum IST EN ISO/IEC 17020 og skapa fyrirtækinu um leið trausta ímynd

MARKMIÐ:

Æðstu stjórnendur félagsins hafa sett eftirfarandi gæðamarkmið:

Að þróa og innleiða gæðakerfi sem tekur mið af kröfum í staðlinum IST EN ISO/IEC 17020.

Að veita viðskiptavinum góða þjónustu.

Tryggja hlutleysi í faggiltri starfsemi, og láta ekki markaðs- og fjármálaöfl eða annan þrýsting stefna hlutleysi í hættu.

Fylgja þeim lögum, reglum og stöðlum sem um starfsemina gildir.

FRAMKVÆMD:

Til að ná markmiðum sínum ætlar félagið að fara eftirfarandi leiðir:

Virkja starfsfólk í samfeldum umbótum og auka við þekkingu þess á ferlum stjórnkerfisins.

Nýta ábendingar frá viðskiptavinum til að tryggja góða þjónustu.

Setja félaginu áhættustefnu sem tekur mið af mikilvægi hlutleysis í starfseminni og skyldu félagsins varðandi öryggi og aðbúnað. Í þessu fellst m.a. að innleiða virka áhættustýringu til að fyrirbyggja mögulega hagsmunaárekstra og koma í veg fyrir skaða.

Innleiða fræðslustefnu sem stuðlar að samfelldri þekkingaröflun og -miðlun , þannig að tryggt sé að félagið veiti viðskiptavinum góða þjónustu.