Skilmálar & Skilyrði

Upplýsingar um seljanda
Aðalskoðun hf.
kt. 5409942269
Hjallahraun 4, 220 Hafnarfjörður.
VSK-númer: 43936
adalskodun@adalskodun.is
s. 590-6900

Aðalskoðun leggur sig fram um að lágmarka neikvæð áhrif á umhverfi og heilsu. Við erum faggild skoðunarstofa, óháð hagsmunaaðilum og sækjum fram á öllum sviðum eftirlits

Skilmálar gilda frá og með 5.12.2023, með fyrirvara um breytingar.

SKILMÁLAR AÐALSKOÐUNAR

Skilmálar gilda milli Aðalskoðunar og viðskiptavinar vegna kaupa á þjónustu. Bindandi samningur myndast milli Aðalskoðunar og viðskiptavinar þegar viðskiptavinur óskar eftir þjónustu og eru staðfestar með greiðslu reiknings. Viðskiptavinum býðst að fá reikning útprentaðan, rafrænt með tölvupósti eða rafrænt í gegnum skeytimiðlun.

Viðskiptavinir bera ábyrgð á að kynna sér skilmála þessa.

ÁBYRGÐ

Sérhvert mat á ástandi bifreiðarinnar skal vera í samræmi við reglur og skilmála sem gilda um viðkomandi skoðun s.s. við aðalskoðun, endurskoðun o.s.frv.

Niðurstaða skoðunar miðast við ástand ökutækis er það var skoðað og þá skoðun sem ökutækið fór í. Við hefðbundnar skylduskoðanir er niðurstaða þeirra skoðunar færð í skoðunarvottorð og opinbera ökutækjaskrá.

Skoðunarvottorð Aðalskoðunar segir til um niðurstöðu skoðunar á þeim tíma sem hún fór fram en veitir enga ábyrgð á ástands bílsins og skal ekki notast sem ígildi sérstakrar ástandsskoðunar.

Aðalskoðun ber ekki ábyrgð á bilunum sem koma fram seinna.

TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR

Aðalskoðun ber ekki ábyrgð á óbeinu eða afleiddu tjóni viðskiptavinar sem hann telur að rekja megi til galla á þjónustu við skoðun.

Ef ekki tekst að ná sáttum á milli aðila þá getur viðskiptavinur beint erindi sínu til Samgöngustofu eða því stjórnvaldi sem við á hverju sinni.

Um skilmála þessa gilda íslensk lög. Rísi ágreiningur milli viðskiptavina og Aðalskoðunar um efni eða framkvæmd skylduskoðana, sem ekki tekst að leysa með samkomulagi, skal reka dómsmál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

ÁBENDINGAR/KVARTANIR

Aðalskoðun hf. er með skilvirkt kerfi sem heldur utan um allar þær kvartanir sem berast. Ekki hika við að senda tölvupóst á netfangið adalskodun@adalskodun.is ef þú vilt koma ábendingum eða kvörtun á framfæri. Ferli kvartana er aðgengilegt fyrir hagsmunaaðila sé þess óskað.

Ef viðskiptavinur er ósáttur við niðurstöður Aðalskoðunar hf. getur hann vísað henni áfram til Samgöngustofu eða því stjórnvaldi sem við á hverju sinni.

Meðferð kvartana/ábendinga og ákvarðanir um þær leiða aldrei til mismunar gagnvart viðskiptavinum sem hlut eiga að máli.

PÓSTLISTI

Aðalskoðun hf. heldur úti póstlista með áminningarþjónustu fyrir viðskiptavini. Skráning á póstlista er án bindingar og áskriftandi getur afskráð sig hvenær sem er með því að smella á afskrá hlekkinn neðst í hverju skeyti.

Aðalskoðun hf. gætir friðhelgi skv. reglum um póstsendingar og undir engum kringumstæðum lætur póstfang viðskiptavina í hendur þriðja aðila.

SÖFNUN & MEÐHÖNDLUN PERSÓNUUPPLÝSINGA

Aðalskoðun safnar og vinnur einungis upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að veita tiltekna þjónustu eða vöru hverju sinni og sem fyrirtækinu er skylt að gera í samræmi við vinnslusamninga sem og lög og reglur. Upplýsingum sem aflað er s.s. persónulegar upplýsingar um viðskiptavini eru ekki nýttar í þágu þriðja aðila. Aðalskoðun nýtir ekki persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim safnað er fyrir og ekki afhentar til þriðja aðila.

Aðalskoðun hf. leggur áherslu á mikilvægi þess að öll vinnsla persónuupplýsinga innan fyrirtækisins fari fram í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga. Stefna þessi er byggð á gildandi persónuverndarlögum, og almennum persónuverndarreglugerð, Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB.

VAFRAKÖKUR

Heimasíðan styðst við vefkökur (e. cookies). Við notum þær til að velja innihald sem markaðsefni og til að virkja valmöguleika samfélagsmiðla til að greina umferð um heimasíðuna okkar.

VERÐ & VERÐBREYTINGAR

Öll verð eru gefin upp með virðisaukaskatti og verðbreytingar geta orðið fyrirvaralaust.

AÐRAR SPURNINGAR

Ef þú hefur fleiri spurningar, ekki hika við að hafa samband. Sendu tölvupóst á adalskodun@adalskodun.is eða hafðu samband í síma 590-6900 á milli 08:00 – 16:00 alla virka daga.